Almannavarnir heimsækja svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins
Tilefni heimsóknarinnar var að kynna fyrir nefndinni starfsemi Almannavarna, hlutverk Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðis og skipulag sem er virkjað á hættustundum. Þá var farið yfir áhættumat sem almannavarnir gerðu fyrir höfuðborgarsvæðið árið 2011 og stöðu vinnu við gerð nýs áhættumats fyrir höfuðborgarsvæðið, en í máli Þóru Kristínar og Jóns Viðar kom fram að sú vinna hefði tafist vegna viðbragða við Covid og jarðhræringa á Reykjanesinu.
Í kynningunni var einnig farið yfir starfsáætlun Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins sem og samspil málaflokksins við skipulag byggðar, vatnsverndarsvæði og samgöngur, ásamt yfirferð á viðbrögðum vegna rýmingar Grindavíkur.
Svæðisskipulagsnefnd þakkar fulltrúum Almannavarna fyrir kynninguna og áréttar nauðsyn þess að vinnu við áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið ljúki sem fyrst. Þá óskar nefndin eftir að fá áhættumat til kynningar og umsagnar þegar hún liggur fyrir.