Ályktun stjórnar SSH vegna skiptingar á framlagi til að bæta sveitarfélögum tekjutap vegna skattfrelsis séreignarsparnaðar
?Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fagnar fram komnu frumvarpi og þeim áformum sem þar er að finna til að bæta sveitarfélögunum upp þann tekjumissi sem þau ella yrðu fyrir vegna þess skattleysis af séreignarsparnaði einstaklinga sem nýttur er í tengslum við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnar-innar.
Í frumvarpinu felast áform um einskiptisaðgerð til að bæta sveitarfélögum landsins upp það tekjutap sem þau ella yrðu fyrir vegna skattfrelsis ráðstöfunar séreignarsparnaðar einstaklinga í tengslum við skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar. Þessir fjármunir eru því ekki hugsaðir sem hluti af almennu ráð-stöfunarfé Jöfunarsjóðs sveitarfélaga.
Það er mat stjórnar SSH að þær forsendur sem í frumvarpinu er að finna um skiptingu áætlaðra fjármuna milli sveitarfélaga landsins séu rökréttar og sanngjarnar, þó svo að tiltekin rök hnígi til þess að mögulegt tekjutap sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu geti verið hlutfallslegra hærra en skiptihlutfall frum-varpsins endurspeglar.
Í ljósi viðhorfa sem hafa komið fram við umfjöllun um skiptinguna frá einstaka sveitarstjórnum og sveitarstjórnarmönnum, þá telur stjórn SSH óhjákvæmilegt annað en að andmæla kröftuglega öllum þeim hugmyndum sem fram hafa verið settar um að fella þessar tilteknu sértekjur undir almennar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs með þeirri niðurstöðu að um 93 ? 94% þessara sértekna færu til sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir slíku finnast engin rök, þar sem þessum tekjum er ætlað að bæta öllum sveitarfélögum landsins upp sérstakan tekjumissi vegna sérstakra aðgerða í tengslum við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Tekjutap sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega síst minna en sveitarfélaganna utan þess.
Náist ekki sátt um að beita þeirri skiptireglu sem sett er fram í frumvarpinu, telur stjórn SSH óhjákvæmilegt að gerð verði sú breyting á framkvæmd máls að þessir fjármunir fari ekki í gegnum jöfnunarsjóð, heldur verði fundin önnur leið til að tryggja dreifingu þeirra til sveitarfélaganna með þeim hætti sem lagt er upp með í fyrirliggjandi frumvarpi.
Stjórn SSH tekur því undir þær umsagnir sem fram eru komnar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 14. nóvember og 9. desember 2015 og skorar á hið háa Alþingi að veita þessu máli brautargengi með samþykkt frumvarpsins eins og það liggur nú fyrir.?