Fara í efni

Ársskýrsla SSH

Í tengslum við aðalfund SSH 2024 var gefin út árskýrsla samtakanna þar sem er að finna ítarlegar upplýsingar um verkefni og áherslur sem unnið hefur verið að á vettvangi þeirra.

Ársskýrsla SSH

SSH eru sameiginleg hagsmunasamtök þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda höfuðborgarsvæðið. 

Núverandi aðilar að samtökunum og eigendur þeirra eru:

Reykjavíkurborg
Kópavogsbær
Hafnarfjarðarkaupstaður
Garðabær
Seltjarnarnesbær
Mosfellsbær
Kjósarhreppur

Samtökin voru stofnuð 4. apríl árið 1976. Stofnaðilar voru Reykjavíkurborg, Kópavogskaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Seltjarnarneskaupstaður og Mosfellshreppur.

SSH eru sameiginlegur málsvari aðildarsveitarfélaganna og gæta hagsmuna þeirra.

SSH eru samstarfs- og samvinnuvettvangur aðildarsveitarfélaganna vegna sameiginlegra verkefna og hagsmunamála þeirra. SSH eru sameiginlegur vettvangur
sveitarfélaganna til að fjalla um rekstur þeirra samstarfsverkefna, t.d. byggðasamlaga, sem sveitarfélögin reka sameiginlega hverju sinni.

Starfsemi SSH stuðlar m.a. að eftirtöldum markmiðum:

Að efla samstarf sveitarfélaganna og stuðla að samskiptum og samstarfi sveitarstjórnarfólks, sveitarstjórnarnefnda og starfsfólks sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Að höfuðborgarsvæðið sé samkeppnishæft gagnvart erlendum borgarsvæðum og bjóði upp á nýsköpun, atvinnulíf, innviði og lífskjör sem eru á borð við þau bestu í
heiminum.

Framþróun og hagsmunagæslu höfuðborgarsvæðisins með því að standa fyrir reglubundnu samráði við ríkisvaldið, ráðuneyti og stofnanir um málefni er varða hag sveitarfélaganna.



Stjórn og framkvæmdastjóri SSH á aðalfundi samtakanna 1. nóvember 2024. Frá vinstri: Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri Kjósarhrepps og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH.