Breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 - 2024
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 18. október 2013 tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 - 2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga.
Tillögurnar voru auglýstar og lágu frammi til kynningar frá 9. júlí til og með 20. september 2013 og bárust 14 athugasemdir, sem leiddu til að horfið var frá breytingum á Græna treflinum frá mynni Kollafjarðar að Kjósarhreppi og skerpt var á kröfum til næstu skipulags- og framkvæmdastiga á opnu svæði við Þríhnúka, sorpurðunarsvæði við Álfsnes og vistvænar samgöngutengingar í Fossvogi og Elliðaárósi.
Sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu hafa staðfest samþykkt svæðisskipulagsnefndar. Svæðisskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar og innkomnum athugasemdum hefur verið svarað.
Nánari gögn um athugasemdirnar og viðbrögð við þeim er að finna hér