Samningur SSH og mennta- og barnamálaráðuneytisins
Hinn 10. október 2024 voru undirritaðir samningar ráðuneytisins við sjö landshlutasamtök sveitarfélaga um ráðningu verkefnisstjóra sem leiða munu undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs í hverjum landshluta fyrir sig.
Verkefnisstjórarnir munu vinna í nánu samstarfi við forsvarsmenn innleiðingar farsældarþjónustu í sveitarfélögum landshlutanna og leiða saman það fagfólk sem vinnur að málefnum barna í því skyni að undirbúa svæðisbundið farsældarráð. Samningurinn er gerður til tveggja ára og áætlað er að fyrir lok samningstímans hafi farsældarráð landshlutans verið kallað saman og vinna við fyrstu áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða í þágu farsældar barna hafin.
Mennta- og barnamálaráðherra, ásamt stjórnendum landshlutasamtaka sveitarfélaga: Talið frá hægri: Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Páll Snævar Brynjarsson, Guðveig Eyglóardóttir, Ásmundur Einar Daðason, Páll Björgvin Guðmundsson, Regína Ásvaldsdóttir, Katrín M. Guðjónsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Anton Kári Halldórsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Berglind Kristinsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.