Fara í efni

Hágæða grænar samgöngur RVK - KEF

Á dagskrá voru innlendir og erlendir fyrirlesarar sem ræddu um áskoranir og tækifæri í bættum almenningssamgöngum. Að fundinum stóðu Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneytið, Kadeco, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Hágæða grænar samgöngur  RVK - KEF

Fram kom á fundinum að ferðamenn streyma til landsins til að njóta alls þess sem Reykjavík og Ísland hefur upp á að bjóða. Flestir taka bílaleigubíl jafngildir því að þriðji hver bíll á Reykjanesbrautinni á annatíma er bílaleigubíll. Vegagerðin spáir því að umferð á Reykjanesbrautinni muni tvöfaldast á næstu 20 árum. Það mun þýða auknar umferðartafir, meiri útblástur, meira svifryk og aukið álag á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins.

Markmið fundarins var að eiga opið samtal um mögulegar lausnir fyrir framtíðina, því það er deginum ljósara að núverandi samgöngulausnir munu ekki endast svæðinu til lengdar.

Þátttaka í fundinum var góð og þegar mest var voru í salnum um 120 manns. Streymisáhorf var hátt í 700. Áhuginn á verkefninu var mikill og ljóst að ríki og sveitarfélög þurfa að vinna að sameiginlegri sýn um framtíð almenningssamgangna milli svæðanna og ákveða næstu skref.


Smelltu á mynd til að sjá upptöku af fundinum

Dagskrá fundarins og kynningarglærur og upptökur:

Umræðustjóri: Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur
Horfa á upptöku af pallborðsumræðum.

Stjórnandi: Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur.
Horfa á upptöku með pallborðsumræðum.