22. desember 2023
Skíðasvæðið í Bláfjöllum
Opið verður í nýju skíðalyftunni DROTTNINGU í dag og er skíðafólk hvatt til að taka sér frí frá amstri dagsins og skella sér í Bláfjöll,

Nýju skíðalyfturnar Drotting og Gosi voru vígðar með viðhöfn 9. desember sl. Því miður hafa veðuraðstæður í Bláfjöllum til þessa ekki verið skíðafólki mjög hagstæðar, en nú er að verða breyting þar á.
Á skidasvaedi.is er hægt að fræðast nánar um opnunartíma, verð og sérstakt tilboð á vetrarkortum til áramóta.