Fyrstu tillögur um legu Borgarlínu kynntar
Þáttaskil verða í undirbúningi fyrirhugaðrar Borgarlínu, nýs hágæða samgöngukerfis sem fá mun sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, þegar vinnslutillögur um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040 og aðalskipulagi sveitarfélaganna sex sem standa að Borgarlínu verða kynntar á sameiginlegum fundi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í Salnum í Kópavogi, kl. 15 í dag.
Á fundinum verða kynntar tillögur að staðsetningu línuleiða og helstu stöðva Borgarlínu og skilgreind viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum línunnar en gert er ráð fyrir að Borgarlínan verði allt að 57 km að lengd og að verkefnið verði áfangaskipt. Sjá kort og nánari upplýsingar í meðfylgjandi fréttatilkynningu.
? Ármann Kr. Ólafsson, stjórnarformaður SSH og bæjarstóri Kópavogs, setur fundinn.
? Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan, greinir frá niðurstöðum valkostagreiningar vegna Borgarlínu.
? Stefán Gunnar Thors, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs VSÓ, kynnir skipulagstillögur sveitarfélaganna.
? Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH, greinir frá ferlinu sem er framundan og stýrir umræðum að loknum framsöguerindum.
Áfangaskýrsla dönsku verkfræðistofunnar COWI á íslensku.
Sjá enn fremur upplýsingar á www.borgarlinan.is