27. nóvember 2023
Heimsókn á Álftanes í Garðabæ
Þann 17. nóvember síðastliðinn heimsótti svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins Garðabæ í boði skipulagsnefndar og skipulagsstjóra Garðabæjar.
Heimsóknin er hluti af áherslum nefndarinnar fyrir kjörtímabilið 2022-2026 sem eru meðal annars að heimsækja öll aðildarsveitarfélög svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og kynnast helstu verkefnum sem standa yfir hverju sinni.
Heimsóknin hófst á hefðbundnum fundarstörfum í Álftanesskóla. Að fundarhöldum loknum naut nefndin leiðsagnar hjá Arinbirni Vilhjálmssyni, skipulagsstjóra Garðabæja, sem leiddi gönguferð um uppbyggingu miðsvæðis á Álftanesi þar sem gert er ráð fyrir að fjöldi íbúða muni rísa á næstu árum auk ýmiskonar þjónustu.
Að gönguferð lokinni var boðið upp á skoðunarferð á nýjum söluíbúðum á miðsvæðinu og léttar veitingar.
SSH vill fyrir hönd svæðisskipulagsnefndar þakka Garðabæ fyrir góðar móttökur.