Höfuðborgarsvæðið sem staðarvalkostur
SSH heldur úti vefsvæðinu www.investinreykjavik.com sem er ætlað að miðla upplýsingum um höfuðborgarsvæðið sem staðarvalkost og vekja áhuga erlendra aðila á að staðsetja sig á höfuðborgarsvæðinu, hvort heldur til fjárfestinga, búsetu eða til námsdvalar. Vefsíðan er styrkt af sóknaráætlun landshluta fyrir höfuðborgarsvæðið.
Megináhersla með vefsíðunni er að ætíð séu til staðar uppfærðar, réttar og hagnýtar upplýsingar um frumkvöðlaumhverfið, fyrirtæki, menntunarmöguleika, menningu, búsetu, tölfræði, lýðfræði og þjónustu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ásamt öðrum upplýsingum sem ætlað er að draga fram samkeppnishæfni og búsetukosti svæðisins. Einnig er veitt þjónusta sem felst í því að tengja þá sem senda fyrirspurnir á vefinn, við fyrirtæki og sérfræðinga á höfuðborgarsvæðinu. Milli 3-4 þúsund manns heimsækja vefinn í hverjum mánuði.
Hermann Ottósson ráðgjafi, hefur verið ráðinn til að viðhalda vefnum á árinu 2021 fyrir hönd SSH. Hann kom við í Hamraborg 9 til að skrifa undir samning ásamt Páli Björgvini Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SSH.
Vefslóð: http://investinreykjavik.com