Fara í efni

Íbúafundur

Íbúafundur

Upplýsingar fyrir þáttakendur á íbúafundi um Höfuðborgarsvæðið 2040

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) munu standa fyrir íbúafundi laugardaginn 9. nóvember nk. frá klukkan 10:00 - 14:30.

Umfjöllunarefni fundarins er nýtt svæðisisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið, sem mun marka stefnu um þróun byggðar á svæðinu fram til ársins 2040.

Á fundinum verður verkefnið kynnt, þær áskoranir sem íbúar höfuðborgarsvæðisins standa frammi fyrir og valkostir um þróun byggðarinnar. Í framhaldinu ræða íbúar saman í hópum undir leiðsögn borðstjóra og glíma og við spurningar sem snerta höfuðborgarsvæði og þróun þess svo sem:

Hvernig stuðlum við að því að höfuðborgarsvæðið verði aðlaðandi og eftirsóknarvert til búsetu?

Hvað hefur gott borgarsvæði til að bera?

Á höfuðborgarsvæðið að vaxa út á við eða inn á við?

Hverjir eru kostir þess og gallar að ný íbúðarsvæði verði á jaðri svæðisins eða innan núverandi byggðarmarka?

Ekki eru gerðar kröfur um undirbúning fyrir íbúafundinn. Hins vegar geta áhugasamir nálgast nýtt fræðsluefni um verkefnið á heimasíðu SSH, sem verður gert aðgengilegt eftir helgi.