Jón Kjartan til SSH
Jón Kjartan Ágústsson, skipulagsfræðingur hefur verið ráðinn tímabundið sem Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins og mun leysa af Hrafnkell Á Proppé meðan hann veitir forstöðu verkefnastofu Borgarlínu.
Jón Kjartan lauk meistaragráðu í skipulagsfræðum frá University College London, UCL the Bartlett School of Planning, með sérhæfingu í sjálfbæru borgarskipulagi árið 2012. Hann hefur einnig lokið BA námi í mannfræði frá Háskóla Íslands.
Eftir nám starfaði hann sjálfstætt þar til hann hóf störf hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 sem aðstoðarmaður svæðisskipulagsstjóra við gerð nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.
Árið 2014 hóf hann störf sem verkefnastjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Þar hefur hann komið að gerð ýmissa verkefna, þ.á.m. Hverfisskipulagi Reykjavíkur, breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur og verkefnastjórnun hinna ýmsu ramma- og deiliskipulagsverkefna.
Við bjóðum Jón Kjartan hjartanlega velkomin til SSH en hann mun hefja störf í upphafi árs 2020.