04. febrúar 2021
Kynning á frumdrögum á fyrstu lotu Borgarlínunnar
Fyrstu heildstæðu tillögur að útfærslu Borgarlínunnar
Á morgun, föstudaginn 5. febrúar, kl. 10:00 verða frumdrög að fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar kynnt í streymi á vef SSH.
Með þessum frumdrögum eru lagðar fram fyrstu heildstæðu tillögurnar að útfærslu borgarlínuframkvæmda, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, sem er fyrsta framkvæmdalota Borgarlínunnar. Í þeim er einnig að finna áætlaðan kostnað, tillögur að legu, stöðvum og útliti gatnamóta og göturýmis.
Fundinum er streymt hér fyrir neðan.
Streymi fundarins: