Málþing um Borgarlínu og áhrif hennar
Iðnó miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13:00 ? 16:00
?Hoppaðu um borð í Borgarlínu ? framtíðin er nær en þig grunar?,
er yfirskrift opins málþings SSH um Borgarlínu og áhrif hennar. Málþingið er liður í vinnu við að móta tillögu að legu Borgarlínu og staðsetningu stoppistöðva, verkefni sem danska verkfræðistofan COWI mun leiða.
- Borgarlína
- Skráning fer fram hér
- Dagskrá málþings um Borgarlínu
- Þátttökugjald 2.000 kr. -Innifalið eru kaffiveitingar
Frá því að nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var staðfest hafa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Vegagerðina verið að vinna að framfylgd samgönguhluta þess. Hryggjastykkið í svæðisskipulaginu er svokölluð Borgarlína, léttlestar- eða hraðvagnakerfi, sem flytja mun farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Meðfram Borgarlínu verða eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði fyrir íbúa og atvinnulíf. Stefna sveitarfélaganna er að beina uppbyggingu að mestu leiti inná þessi svæði næstu áratugi.
Í vetur stendur til að ljúka gerð tillögu að skipulagi Borgarlínunnar, legu hennar og staðsetningu stoppistöðva. Danska verkfræðistofan COWI mun leiða það verkefni og stýra vinnustofu þar sem lagður verður grunnur að tillögum. Í því tilefni verður boðið upp á opið málþing í Iðnó, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13:00 ? 16:00.
Eftirfarandi sérfræðingar hjá COWI munu miðla af reynslu sambærilegra verkefna á Norðurlöndunum:
Bent Bertil Jackobsen: Sérfræðingur í lestarkerfum með 20 ára reynslu af flóknum innviðaverkefnum víða um heim, þar sem flækjustig hefur verið mikið og pólitísk umræða hávær. Með reynslu sinni hefur Bent öðlast mikla sérþekkingu í skipulagi léttlesta og annarra borgarsamgöngukerfa. Nú síðast hefur Bent verið verkefnastjóri fyrir léttlestarverkefni bæði í Óðinsvé og Árósum.
Henrik Juul Vestergaard: Sérfræðingur í samgönguskipulagi almenningssamgangna með áherslu á léttlestir og Bus Rapid Transit. Síðustu fimm árin hefur Henrik verið leiðandi við stækkun léttlestarinnar Bybanen í Bergen. Henrik var verkefnastjóri í +Way verkefninu í Kaupmannahöfn og skipulagi almenningssamgangna í Stavanger. Meðfram störfum hjá COWI er Henrik gestakennari í almenningssamgöngum við DTU.
Michael Goth-Rindal: Sérfræðingur í samgönguskipulagi almenningssamgangna. Michael var m.a verkefnastjóri við undirbúning léttlestar í Óðinsvé og stýrði mati á innviðafjárfestingum í tengslum við stækkun léttlestarinnar Bybanen í Bergen. Auk þess hefur hann unnið að endurskipulagningu strætisvagnakerfa í Danmörku, Noregi og Egyptalandi. Meðfram störfum hjá COWI er Michael gestakennari í almenningssamgöngum við DTU.