06. maí 2024
Mosfellsbær heimsóttur
Svæðisskipulagsnefnd heimsótti Mosfellsbæ þann 3. maí 2024 í boði skipulagsnefndar og skipulagstjóra bæjarins
Ein af áherslum nefndarinnar á kjörtímabilinu er að heimsækja aðildarsveitarfélög svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og í þetta sinn var farið í Mosfellsbæ.
Heimsóknin hófst á hefðbundnum fundi svæðisskipulagsnefndar sem var haldinn í Golfskála Mosfellsbæjar í Æðarhöfða. Að fundi loknum hélt Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar erindi um helstu skipulagsverkefni bæjarins og leiddi svo hópinn í stutta gönguferð um Blikastaðalandið en þar stefnir bærinn á metnaðarfulla uppbyggingu meðfram Borgarlínuás höfuðborgarsvæðisins.
Gönguferðin endaði á bænum Blikastöðum þar sem boðið var upp á léttar veitingar.
SSH vilja fyrir hönd svæðisskipulagsnefndar þakka Mosfellsbæ fyrir góðar móttökur.