Fara í efni

Opið hús - Svæðisskipulag

Kynning á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) verða með kynningu á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, fimmtudaginn 10. apríl frá klukkan 13:00-14:30 og 16:00-17:30, Hamraborg 9, 200 Kópavogi.

Svæðisskipulagið, Höfuðborgarsvæðið 2040, verður sameiginleg áætlun sveitarfélaganna um skipulagsmál og vöxt svæðisins næstu áratugi. Ýmis nýmæli og breytingar eru að finna í tillögunni og ber þar helst að nefna vaxtamörk um þéttbýli höfuðborgarsvæðisins, samgöngu- og þróunarás sem tengir svæðið saman og áhersla á að beina framtíðarvexti á vel tengda miðkjarna og þróunarsvæði.

Áhugasamir eru hvattir til að sækja fundinn og kynna sér tillöguna. Tillagan ásamt fylgigögnum eru einnig aðgengileg á heimasíðu verkefnisins. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til skrifstofu SSH Hamraborg 9, 200 Kópavogi eða á netfangið ssh@ssh.is til og með 20. apríl 2014. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.