Fara í efni

Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu -Undirritaður 26.09.2019

Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu -Undirritaður 26.09.2019

Skrifað var undir samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 26. september 2019 í ráðherrabústaðnum.

Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa undirritað tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára.

Markmið samkomulagsins eru fjórþætt:

Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar 
Greiðar, hagkvæmar og skilvirkar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta.

Kolefnislaust samfélag
Stuðla að því að ná loftslagsmarkmiðum ríkis og sveitarfélaga um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag með eflingu almenningssamgangna og deilihagkerfis í samgöngum, bættum innviðum fyrir vistvæna samgöngumáta og hvetja til breyttra ferðavenja og orkuskipta.

Aukið umferðaröryggi
Stuðla að auknu umferðaröryggi með það að markmiði að draga stórlega úr umferðarslysum.

Samvinna og skilvirkar framkvæmdir
Tryggja skilvirka framkvæmd og trausta umgjörð verkefnisins, m.a. með því að skilgreina samstarfsform, kostnaðarskiptingu, ábyrgð á tilteknum aðgerðum og fjármögnunarleiðir.

Samkomulagið 

pdf button Undirritað samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

pdf button Samgöngusáttmálinn: Framkvæmdaáætlun

pdf button Samgöngusáttmálinn: Staðreyndir og tölur

pdf button Samgöngusáttmálinn: Kynningarglærur

 

Nánar um samkomulagið á samgongusattmali.is