Fara í efni

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013

Hinn 22. mars skrifuðu Gunnar Einarsson stjórnarformaður SSH og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra  undir samning um sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013.  Samningurinn er hluti af samkomulagi ríkisins og átta landshlutasamtaka sveitarfélaga um gerð sóknaráætlana fyrir einstaka landshluta.

Samkvæmt samningnum leggur fjármálaráðuneytið til 76 milljónir króna til einstakra verkefna á höfuðborgarsvæðinu, sem öllum er ætlað að efla og treysta atvinnu-, mennta og menningarlífs á höfuðborgarsvæðinu.

Sóknaráætlanir landshluta byggja á stefnumótun og markmiðum Íslands 2020 og eru samskiptaás milli ríkis og sveitarfélaga sem er ætlað að einfalda og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun og umsýslu fjárveitinga úr ríkissjóði sem ekki fara til lögbundinna verkefna í landshlutum.

Markmið sóknaráætlana er að ráðstöfun þeirra fjármuna sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum á sviði atvinnumála, byggða- og samfélagsþróunar byggi á svæðisbundnum áherslum og markmiðum sem fram koma í sóknaráætlun landshlutans og fari um einn farveg samkvæmt fjárlögum 2013. Grunnstoðir nýrrar stefnumótandi byggðaáætlunar 2014-2017 verði sóknaráætlanir allra landshluta.

 

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013 má sjá hér