Fara í efni

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins - Drög að breytingartillögum

Í tilefni af endurskoðun aðalskipulags sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa verið unnin drög að breytingartillögum á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Breytingartillögurnar varða einkum Reykjavík og einnig Kópavog, en fyrirhugað er að kynna tillögu að nýju aðalskipulagi þessara sveitarfélaga á vordögum. Drögin að breytingartillögunum voru samþykkt til kynningar og umsagnar, skv. 2. mgr. 23. gr.skipulagslaga á fundi svæðisskipulagnefndar þann 8. mars sl., þó með ákveðnum fyrirvara um breytingartillögu sem varðar sorpurðunarsvæðið í Álfsnesi. Drögin hafa verið send til kynningar hjá lögboðnum umsagnaraðilum og að loknu umsagnarferli verða breytingartillögurnar kynntar á opnum íbúafundi.

Skoða drög að svæðisskipulagsbreytingu

Skoða umhverfisskýrslu

Skoða umferðarspá