Fara í efni

Svæðisskipulag, lok annars verkefnaáfanga

Vinna við nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, lok annars verkefnisáfanga

Á  fundi  svæðisskipulagsnefndar  þann 17.  janúar  2014 lauk öðrum  verkefnisáfanga við gerð nýs svæðisskipulag - sviðsmyndagreiningu, með svohljóðandi bókun: 

?Höfuðborgarsvæðið  er  eitt  búsetu- og  atvinnusvæði  og  íbúar þess nýta sameiginlega útivistarsvæði, auðlindir og náttúru þess og  gott  samstarf  er  á  ýmsum  sviðum  þjónustu.  Það  er mikilvægt að gott samstarf sé einnig um framtíðar byggðaþróun þar sem sett er fram sameiginleg meginstefna sem leitt getur til aukinnar hagkvæmni, betri samgangna og sjálfbærni.

Niðurstaða  umhverfismats,  kostnaðar- og  ábatagreiningar  og íbúafundar  hvetja  sveitarfélögin  til  að  beina  vexti  í  auknum mæli inná við. Svæðisskipulagsnefnd telur þó að víkja geti þurft frá  viðmiðum  sviðsmyndar  B  um  vöxt  út  fyrir  núverandi byggðarmörk  þannig  að  tekið  sé  tillit  til  fyrirliggjandi  áætlana sveitarfélaga.  Við  mótun  nýrrar  svæðisskipulagstillögu  verða dregin skýr ytri vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Í þeirri vinnu er mikilvægt að styrkja sveitarfélögin til að fóstra sín sérkenni á sama  tíma  og  unnið  er  að  heildstæðri  tengingu  þeirra  með samgöngu- og þróunarás.

Svæðisskipulagsnefnd  leggur  áherslu  á  að  fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í  sama  hlutfalli.   Til  að  ná  því  marki  samþykkir  svæðisskipulagsnefnd  að  við  útfærslu  tillögu  að nýju  svæðisskipulagi verði  lögð  sérstök  áhersla  á  uppbyggingu  samgöngu-  og þróunaráss  sem  tengi  sveitarfélögin  saman  meðfram  nýju almenningssamgöngukerfi  og  þá  megin  sýn  að  uppbygging  til ársins  2040  verði  innan  ytri  vaxtarmarka  höfuðborgarsvæðisins.?

Nú er hafin vinna við þriðja verkáfanga - mótun skipulagstillögu og standa yfir fundi með hverju sveitarfélagi um möguleg uppbyggingarsvæði  innan  núverandi  byggðar sem styðja við samgöngu og þróunarás og ytri  vaxtarmörk þéttbýlishlutans höfuðborgarsvæðisins.  Gengið er útfrá því að tillaga verði kynnt á vinnslustigi nú á vormánuðum.

Hægt er að kynna sér umhverfismat sviðsmynda hér og samantekt af íbúafundi hér