Fara í efni

Tillaga að nýju svæðisskipulagi NÝTT -kynningarmyndband

Tillaga að nýju svæðisskipulagi

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins auglýsir, skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins - Höfuðborgarsvæðið 2040.  Nýtt svæðisskipulag mun leysa af hólmi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001 - 2024 og svæðisskipulag fyrir vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu frá 1998.

Höfuðborgarsvæðið 2040 er stefnumótandi áætlun um þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 þar eru sett fram leiðarljós, markmið og aðgerðir um þau viðfangsefni sem snerta sameiginleg hagmunamál sveitarfélaganna.

Skipulagstillagan liggur nú frammi til sýnis ásamt umhverfisskýrslu, fylgiritum og ábendingum Skipulagsstofnunar,  á skrifstofu SSH, Hamraborg 9 Kópavogi, hjá Skipulagstofnun, Laugavegi 166 í Reykjavík og á skrifstofum allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til og með 2. febrúar 2015.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í lok mánudagsins 2. febrúar 2015. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu SSH Hamraborg 9, 200 Kópavogi eða á netfangið ssh@ssh.is

 

KYNNINGARMYNDBAND

 

 

TILLAGA AÐ NÝJU SVÆÐISSKIPULAGI

 

Einnig er hægt að nálgast tillöguna á pdf formi hér

 

FYLGIRIT

Við endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins hafa verið gerðar margvíslegar forsendugreiningar sem hjálpa til að skilgreina áskoranir, móta framtíðarsýn og setja markmið og lista upp þær aðgerðir sem vinna þarf áfram á skipulagstímanum.

Forsendugreiningar voru unnar sem sjálfstæð verkefni, liður að sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins eða sérverkefni undir hatti svæðisskipulagsnefndar.  Allar greiningar voru unnar í samráði við hagsmunaaðila og kemur fram í fylgiritunum hvernig því samráði var háttað.

Einnig var unnið sérstakt umhverfismat tillögunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum áætlana nr. 105/2006.  Umhverfismatið var unnið samhliða stefnumótuninni. Viðmið matsþátta hafði mótandi áhrif á tillögugerðina. 

 

Hin eiginlega stefna svæðisskipulagsins birtist í greinargerðinni Höfuðborgarsvæðið 2040.  Fylgiritin sem gerð er grein fyrir hér að neðan eru hjálpa til við að dýpka skilning á stefnu svæðisskipulagsins og greina áhrif hennar. Fylgiritunum munu einnig nýtast svæðisskipulagsnefnd, sveitarfélögunum og öðrum aðilum við að hrinda stefnu svæðisskipulagsins í framkvæmd.

Umsögn Skipulagsstofnunar

Fylgirit 1A.Umhverfisskýrsla 
Greinargerð ráðgjafafyrirtækisins Alta

Fylgirit 1B  Mat á sviðmyndum um þróun nýrrar byggðar
Greinargerð ráðgjafafyrirtækisins Alta

Fylgirit 2. Vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu 
Greinargerð Verkfræðistofunnar Vatnaskila

Fylgirit 3. Þróun og framreikningur íbúa á höfuðborgarsvæðinu 
Greinargerð Ingunnar S. Þorsteinsdóttur og Sigurðar Snævarr

Fylgirit 4. Höfuðborgarsvæðið og hagkerfið 
Greinargerð Ingunnar S. Þorsteinsdóttur og Sigurðar Snævarr

Fylgirit 5. Mat á samgöngusviðsmyndum
Greinargerð Verkfræðistofunnar Mannvits

Fylgirit 6. Næstu skref í samgönguverkefnum
Greinargerð Verkfræðistofunnar Mannvit

Fylgirit 7. Byggðaþróun 
Greinargerð arkitektastofunnar Hús og skipulag

Fylgirit 8. Náttúra og útivist
Greinargerð landslagsarkitektastofunnar Landslag

Fylgirit 9. Skipulagstölur og umferðarspá  
Greinargerð Verkfræðistofunnar VSÓ

Fylgirit 10. Íbúafundur um framtíðarþróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 
Greinargerð Félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands

Fylgirit 11. Umsagnir og athugsemdir á kynningarstigi 
Samantekt skrifstofu SSH

Fylgirit 12. Samkomulag sveitarfélaganna   
Um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins