Fara í efni

Tillaga að nýju svæðisskipulagi tilbúin til auglýsingar

Tillaga að nýju svæðisskipulagi tilbúin til auglýsingar

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur farið yfir allar innkomnar umsagnir við tillögu að nýju svæðisskipulagi sem kynnt var í mars og apríl.  

Alls bárust umsagnir frá 15 aðilum og allflestar hafa leitt til einhverra breytinga.

Svæðisskipulagsnefnd þakkar öllum þeim sem hafa lagt nefndinni lið með sínum ábendingum. Unnið hefur verið með Skipulagsstofnun við að móta tillöguna frekar. 

Á fundi svæðisskipulagsnefndar þann 26. maí sl. samþykkti nefndin að með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 sé það tilbúið til auglýsingar skv. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga. 

Mikilvægt er að breið samstaða ríki um þá tillögu og því vísar nefndin endanlegri samþykkt til næstu nefndar sem kemur saman að loknum kosningum.

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins ásamt svæðisskipulagsstjóra