Fara í efni

Úttekt á framfylgd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins

Í nýútkominn skýrslu úttektarnefndar á stjórnsýslu og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar er m.a. fjallað um eftirlit með þróun skipulagsmála og breytingar og endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaða úttektarinnar er m.a. sú að eftirfylgni með ákvæðum svæðisskipulagsins um framkvæmd binandi framkvæmdaáætlana og reglulegrar uppfærslu á helstu skipulagstölum hafi verið ábótavant. Einnig kemur fram að svæðisskipulagsnefnd hafi í of miklu mæli einungis haft það formlega hlutverk að gera breytingar á svæðisskipulaginu en ekki sinn tþví hlutverki sínu að vera samráðsvettvangur um þróun og uppbyggingu. þá er gagnrýnt að ekki sé hægt að finna áorðnar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins á vef SSH og því geti birtar upplýsingar beinlínis verið villandi.

 

Framtíðarhópur SSH hóf að skoða reynsluna af svæðisskipulaginu strax eftir sveitarstjórnarkosningar 2010 með það að markmiði að meta hvað þyrfti að bæta. Á grundvelli þeirrar vinnu skrifuðu sveitarfélögin undir samkomulag um heildarendurskoðun svæðisskpulagsins sem má finna hér.

 

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins mun fjalla um úttektarskýrsluna og meta hvort bregðast þurfi frekar við ábendingum úttektarnefndarinnar.

 

Skýrslu úttektarnefndar má finna hér en fjallað er um svæðisskipulagið í kafla 7.1.