Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins ses. var stofnuð 3. apríl 2023. Stofnendur stofunnar eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Að undirbúningi stofunnar komu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, atvinnulífið í gegnum Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðinu, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu, með stuðningi stjórnavalda.

Í stjórn Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins sitja:

• Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi, Reykjavík – formaður stjórnar
• Elísabet Sveinsdóttir, varabæjarfulltrúi, Kópavogur
• Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi, Hafnarfjörður
• Sævar Birgisson, bæjarfulltrúi, Mosfellsbær
• Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar – varaformaður stjórnar
• Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar
• Eva Jósteinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Center Hotels.

Í varastjórn sitja:

• Josh Friðriksson, framkvæmdastjóri Safarí hjóla ehf.
• Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, varabæjarfulltrúi, Seltjarnarnes
• Stella Stefánsdóttir, varabæjarfulltrúi, Garðabær

 

Eitt af hlutverkum Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að vera áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið. Skilgreining stjórnvalda er eftirfarandi: „Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) [er] svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi“.

Samhliða stofnun Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins var áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins 2023-2026 birt. Skilgreining Ferðamálastofu hvað áfangastaðaáætlun er: Áfangastaðaáætlun er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

Áfangastaðaáætlun er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðili ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu. Er þetta í fyrsta skipti sem gerð er áfangastaðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið.

pdf button Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins 2023-2026

Nánari upplýsingar veitir Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins á facebook

 

Undirbúningur