Fara í efni

Nýr samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Nýr samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Á stjórnarfundi SSH (Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) hinn 6. janúar 2014 var undirritaður nýr samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Aðilar að samningum eru Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður.

Í samningnum, sem til 3 ára er fjallað um tilgang, framtíðarsýn og þau meginmarkmið sem sveitarfélögin setja sér með rekstri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli. Þá er í samningnum kveðið á um árlegt rekstrarframlag sveitarfélaganna á samningstímanum. Í samningnum er einnig sérstakt ákvæði um aðgerðir til undirbúnings að snjóframleiðslu, sem er þó háð niðurstöðum úr heildarendurskoðun vatnsverndar fyrir höfuðborgarsvæðið og áhættugreiningu vegna starfsemi skíðasvæðisins í Bláfjöllum í ljósi mögulegra áhrifa hennar á vatnsverndina. Samhliða undirritun samningsins var jafnframt ritað undir sérstakan þjónustusamning við ÍTR um umsjón með daglegum rekstri skíðasæðanna f.h. aðildarsveitarfélaganna.

Með því eru settar ákveðnari og skýrari stjórnunarlegar forsendur og ábyrgðarskilgreining á þennan rekstur.


Sitjandi: Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Guðrún Ág. Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi f.h. Kópavogs, Jón Gnarr, borgarstjóri.  Standandi: Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundarsviðs Reykjavíkurborgar, Eva Einarsdóttir, formaður skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, Egill T. Jóhannsson og Magnús Árnason.

 

2014 01 Skidasvaedin 2

 Ómar Einarsson og Gunnar Einarsson

2014 01 Skidasvaedin 3