Nýjar hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar
Leiðbeiningar um hönnun umhverfis hjólreiða eru unnar af samstarfshópi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um þróun samgöngukerfa fyrir reiðhjól á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli samkomulags SSH og Vegagerðarinnar frá 17. apríl 2015.
Leiðbeiningarnar eru liður í að tryggja samræmingu í útfærslu umhverfis fyrir reiðhjólafólk á höfuðborgarsvæðinu. Þær byggja á eldri leiðbeiningum Reykjavíkurborgar og vinnu Vegagerðarinnar.
Í nýjum leiðbeiningum er m.a. tekið á eftirfarandi þáttum:
? Útfærsla á hönnun hjólaleiða eftir aðstæðum
? Rýmisþörf hjólreiðamannsins
? Öryggissjónarmið, ferill og sýn
? Samspil ólíkra ferðamáta
? Uppbygging stíga og umhverfi þeirra
? Sérlausnir
? Gátlisti fyrir hönnun reiðhjólastíga
Leiðbeiningar er í fyrstu gefnar út sem drög til reynslu en gert er ráð fyrir endanlegri útgáfu í byrjun árs 2019.
Mikilvægt er að allir þeir sem koma að hönnunarverkefnum fyrir hjólandi vegfarendur tileinki sér sem fyrst þær áherslur sem birtast í leiðbeiningunum. Tekið er á móti ábendingum sem kunna að koma fram við notkun leiðbeininganna á netfanginu ssh@ssh.is