Fara í efni

Laus störf

Verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu

Vilt þú eiga þátt í mótun og innleiðingu farsældar barna?

Langi þig að vinna í lifandi umhverfi að mikilvægum og fjölbreyttum verkefnum sem auka lífsgæði í samfélaginu, þá er þetta starfið fyrir þig.

Við leitum að jákvæðum og skipulögðum verkefnastjóra sem á auðvelt með samskipti við ólíka aðila.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) auglýsa eftir verkefnastjóra farsældar. Markmið verkefnisins er fjölþætt og felst m.a. í því að koma á fót farsældarráði á höfuðborgarsvæðinu í þágu farsældar barna. Um er að ræða tímabundna ráðningu til tveggja ára sem byggir á samningi milli SSH og mennta- og barnamálaráðuneytisins.

Helstu verkefni:

  • Virkt samráð við sveitarfélögin og það starfsfólk sem ber ábyrgð á innleiðingu farsældar
  • Virkt samráð við svæðisbundna þjónustuveitendur á vegum ríkis og sveitarfélaga sem og fulltrúa notenda á svæðinu
  • Ná yfirsýn yfir þjónustu við börn í hverju sveitarfélagi með kortlagningu
  • Mótun aðgerða, verkferla, tíma- og verkáætlana með það að markmiði að koma á farsældarráði
  • Stuðla að því að fyrir lok tímabilsins hafi farsældarráð hafið störf og unnið fyrstu áætlun um svæðisbundna forgagnsröðun aðgerða um farsæld barna til fjögurra ára
  • Umsjón með verkskilum, fundum og öðrum störfum farsældarráðs
  • Annað sem fellur að tilgangi verkefnisins

 

Menntun og hæfni:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði félags-, mennta- eða heilbrigðismála
  • Framhaldsnám s.s. í verkefnastjórnun, kostur
  • Farsæl reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu
  • Farsæl reynsla af vinnu við og þekking á velferð barna
  • Reynsla innan stjórnsýslu sveitarfélaga eða ríkis er kostur
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku, töluðu og rituðu máli
  • Góð almenn tölvufærni

 

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri SSH, Páll Björgvin Guðmundsson, pallbg@ssh.is.

Umsækjendur sendi kynningarbréf og starfsferilsskrá í gegnum ráðningarvefinn alfred.is.

Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember 2024.

SSH er umhugað um jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið.