13. apríl 2022
Ferðamálaþing - Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins
Vertu með frá upphafi
Ferðamálaþing verður haldið miðvikudaginn 27. apríl 2022 á Hilton Nordica kl. 8:30-10:30.
Skráning og upplýsingar um dagskrá
Undanfarið eitt og hálft ár hefur samstarfsvettvangur sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu unnið að undirbúningi að uppbyggingu og þróun áfangastaðarins höfuðborgarsvæðið. Í því felst meðal annars gerð áfangastaðaáætlunar og stofnun Áfangastaðastofu. Af því tilefni verður ferðamálaþing haldið um verkefni og framtíðarsýn Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins.